Datt í hug að koma með smá ábendingu til önnum kafna stjórnenda Huga, úr því að ljóð vikunnar (frábært framtak, þökk sé því) eru orðin svona mörg ….. færi betur á því að raða þeim í öfuga tímaröð, þannig að þau nýjustu verði efst á listanum.

Svo var það nú pælingin sem Solufegri var með um daginn, hvort velja ætti alltaf ljóð eftir einhvern sem ekki hefði verið valinn áður. Mín skoðun er sú að auðvitað á að velja besta ljóðið alveg burt séð frá því hver hefur ort það ….. finnst hálfkjánalegt að útiloka ljóð bara af því að skáldið er svo gott að hafa ort gott ljóð áður ……