Vor á götunni

Yfir malbikið svarta svífa dansléttir fætur
á silfurlitum skóm.
Í garðsins beðum vorið enn hefur vakið
hin viðkvæmu blom.
Hver dagur sem rennur er töfrandi tónn
í tímans eiífa hljóm.

Og fætur sem dansa leggja ást sína og yndi
í hvert einasta spor.
Þær syngja við malbikið svarta á heitum degi
um sólskin og vor
og töfrandi drauma sem fallast í faðma
við framtak og þor.

Og stúlkan sem gengur um strætið á heiðnum degi
stuttklippt og frjáls
með lokka sem falla lausir í sunnanblænum
um ljósbrúnan háls
er dóttir eldfornrar ættar og moldar
Íslands sjálfs.

Pétur Aðalsteinsson frá Stóru-Borg