Geng ég um gangana
gleðisnauða og tóma
Martraðir mínar
milli veggjanna óma

Hugur minn horfinn
hjartanu frá
Svona er ég
ekkert að sjá.

Sál mína seldi ég
sadisma gleymskunnar
Fyrir það fæ að vera
fangi heimskunnar.

Veggirnir vega að mér
veita sífellt dýpri sár
Ég sit einn og öskrandi
úr augum streyma tár.

Staddur á röngum stað
stari á tímann líða
Kannski ég kæmist burt
ef kynni annað en bíða.

Ég er alltaf eins
í annarra augum
Hins vegar er ég hér
með höfuð fullt af draugum
Gríptu karfann!