Regnið dynur á glugganum
og vindurinn hvín.
Myrkrið bíður í skugganum
þar sem ljósið ekki skín.
En svo kemur kvöldið
og myrkrið líka
og loks kemur nóttin
fyrir þreytta og slíka.
En sumir ekki sofna
í húmi nætur,
heldur vaka eða dotta
eða fara á fætur.
En ég sit og hugsa,
held hönd við kinn:
ó, hvar ertu,
draumaprinsinn minn?
-Ekki of langt undan,
svarar vinur þinn.

Þetta ljóð ætti að undirstrika málshættinn “Ekki leita langt yfir skammt” óbeint. Þetta er eina ljóðið sem ég hef samið sem er rímað og það er eitthvað vit í, en ég sleppti þó öllum stuðlum og höfuðstöfum.
Fólk er fífl