Ég var bara að enda við þetta. Mjög veikur og puttabrotinn, fyrsta ljóð mitt á íslensku ef að frá er talið ljóðið í 3.b. sem var : Hér er mús, og þarna er hús og eitthvað þannig :).
En já….njótið!


Kveðja

Minn tími hér er knappur
en enginn annar veit
Að skrokkur minn er slappur
ég stend hér aleinn

Þú sérð ekki sjúkdóminn
heldur aðeins andann ljúfa
Þú sérð ekki tárin köld
eða líkamann hrjúfa

Ég reyni að ganga staðfastur
Og klífa hæsta hól
Vona að líkaminn ei bresti,
að ég loksins sjái sól

En sem ég geng við hlið þér
upp lífsins veg
Verð ég felldur enn á ný,
og grafinn burt frá þér

Tekinn verð ég ungur
frá sól minni bjartri
Myrkur mig heltekur
myrkrið fullt af hatri

Ég afrekaði ekki margt
enda stuttur tíminn
Var máski of dreyminn
og gleymdi öllu um heiminn

En ég mundi alltaf þig
og þín fögru augu
Sem full voru af lífi
ólíkt mínum draugum

En minnstu okkar stunda
mundu ástin mín
Að allt það smáa sem ég gaf
var einlæg gjöf til þín
______________