Ég er fangi fastur í dvergríki ykkar


þingmenn keyra greitt inn um gleðinnar dyr
spæna upp jarðveginn lagðan af ömmu & afa
eftir liggur landið á blóðugum sárum
sárum sem gróa löngu eftir þeirra daga

sjávarspilið heldur áfram meðan hætt er að gefa
spilast þótt allir ásarnir séu horfnir úr bunkanum

jakkafata fóstur taka ódýr erlend lán
til að lána þér fyrir glansandi Glitnisbíl
segja “komið til mín ef þið viljið meira”
við kinkum kolli og í humátti fylgjum eftir

feitir losa um beltið til að borða meira
æla upp bitum í leynilegan sjálfstæðis sjóð
á landsfundi blikka foringjann með glotti
horfa sljóir á safnbaukinn gefum börnunum brauð

svo náðist einn óþekktar sjálfstæðis grís
með svarta tungu vélaði græna moggamenn
hent var úr sandkassanum er fattaðist djókið
skyndilega vildi enginn koma út að leika

í gær var sjónvarpaður óþekki grísinn feiti
spriklaði og hrein hástöfum á alþjóð alla
reyndi að fiska tár klórandi í allar áttir
meðan börnin í sandkassanum horfa reiðileg á


síðan vekur minnkandi koningarþátttaka furðu manna?
“True words are never spoken”