Hlið félagsskítsins

Aleinn ég sit og aleinn ég bíð
Get ekki skemmt mér með þessum lýð
Ég vild’ ég væri jafn vitlaus og þið
Þá gæti ég dansað, hlegið og drukkið

Í staðinn sit ég einn í minni þögn
Hlust’ á hávaðann en skemmti mér ekki ögn
Mér líður ósköp illa og vil helst fara heim
Kveð bara snemma og kvöldinu ég gleym’

Ég læðist einn heim og fer snemma að sofa
Horfinn frá ykkur eins og ómerkileg vofa
Fólk leitar að mér og enginn skilur neitt
En ég er bara svona og get því ekki breytt