Það er svo ótrúlega sárt að sakna
og syrgja þá sem vanalega láta
mann hlæja, brosa, gnísta tönnum, gráta.
Ég geng um draum til þín, vil ekki vakna.

Nú kallar sumrið, hvað er það að segja?
Og hvað getur það boðið stúlku er grætur?
Hvað getur það boðið mér sem bætur
er blómin fara, eitt af öðru, að deyja?

Nú berst ég óð á móti vorsins myndum,
á móti sólargrænum fölskum vonum,
á móti því að tálið bjart mig blekki.

Þótt vetur kaldur frjósi í lífs míns lindum
þá lof og prís og dýrð og þökk sé honum,
því vorið tælir okkur, vetur ekki.
rofin aðeins ró