Svartur himinn, hatur, gremja
helvískt veður endalaust.
Það er til lítils, ljóð að semja
um ljótan vetur, vor og haust.

Fannhvít aldrei fönnin endist,
full af drullu, kúk og skít.
Fólkið þangað og hingað hendist,
hálkuna ég fyrirlít.

Nær nú hitinn naumast gráðu
nístingskuldi alltaf hreint.
Skýin hranna himin, sjáðu
hláku myndast og það fullseint.

Kuldabyrgi klökkur hleð ég
kann að forðast vetrar mein.
Frosinn klakann klökkur treð ég,
kuldinn nýstir merg og bein.