Það grætir ekki gráðugan
þótt grunnt sé í pyngju fátæks manns
hver eyrir sem græðgin kreista kann
klingir dátt í sjóðnum hans.



Stolt hún horfir á spegilinn
segir lotningarfull við myndina
slíka fegurð ég hvergi finn
fram með rauðu dreglana.



Ég vildi að allur hans heiður
hefði mér fallið í skaut
vegur til valda yrði greiður
hans vegsemd mín framabraut.