Ég á sætan sælureit
og sól með fögru skini.
En eitt er það sem enginn veit:
Ég á ei neina vini.

Eitt sinn Guð mér góðan vin
gaf um stundarsakir.
Sú var þó aldrei ætlunin,
hjá englum nú hann vakir.

Ég veit að gróa seint þau sár
sem seilast inn að beini.
Hann lést um sl. ár
úr lungnakrabbameini.

Hann reykti ekki og aldrei drakk,
var öllum kær sem bróðir.
Engu að síður hann fór á flakk
á forfeðranna slóðir.

Nú einn ég vaki um vetrarkvöld
þótt verði gjarnan þreyttur.
Hér geisar sorgar ógnaröld
allur minn heimur breyttur.