Gleðileg jólin og guð gefi þér,
gæfu og allt það sem dreymir þig.
Þó glitrandi fáir ei gjafir frá mér,
gerðu það erfðu það ei við mig.
Ef vissi ég hvað þú nú vildir að gjöf,
vandamál yrði það harla neitt.
Ég færandi kæmi með heiminn og höf,
handa þér innpakkað jólaskreytt.

Vildir þú hágæða heimabíó,
helvíti splunkufínt steríó.
Viljir þú eitthvað svo lítið og létt,
látlaust en bragðgott svo dásamlegt nett.
Ég get svo sem pakkað inn prins póló!

Viljir þú aðeins fá ást jafnvel knús,
æðislegt fínt er að spara.
Í kaupbæti skal ég þá skenkja þér djús,
og skella´ uppúr, brosa og fara.
Geti ég örlítið glatt þig með því,
að gefa þér oggupons bros hér.
Hér með ég gef þér nú hálftima frí,
frá helvítis tuðinu í mér.