Sjálfsbjargarviðleitni, niðurrifsatferli
sjálfið alsjáandi, sonur minn sofandi
báran á árunni, árin á bárunni
aldamótin liðin og ég svaf í gegn á vökunni
skinið af sólinni, skinn fletti af sálinni
sauma í sárin en sting mig á nálinni
sameinast syrgjandi, sundrast er syngjandi
sem svo þær stökur sem sumpartinn heilla mig
sundlaugin svelgir mig, sverfir frá stífelsið
sandur stundaglass silast seint og um síðir
ég snýst um sjálfan sig, set dauða hans á svið
hvað varðar mig um þig? hvað varðar þig um sig?
já nú er sjálfið svið, sný mér sjálfur við
ó þar í agnarblik, sló mér sjálfum við
sig sá sem sjónarsvið, skakklappaðist rangsælis
borgarbarnsbrestir í bárujárnsbragga?
ekki beinlínis…
falda myndavélin stöðugt fjarlægist
hoppa jafnfætis til einvígis, æ þið vitið,
og svo framvegis, hér og nú til hádegis
sameinast ég borgarys og þys
er blikka augum sakna þess sem fer á mis við
hið sið-menntaða fið-urfólk, mig vantar túlk!!

Segðu mér sannindi, bryddu mín sætindi
virtu að vettugi, vofeifleg viðskipti,
veddu mitt votlendi, lymskulega lýjandi
snerting reynir fyrir sér en sjón er mun sálrænni
einhendi tvífeldni, villtur í sífreðni
skynjun í sífelldri, röskun á einbeitni
fót vantar handbendi til að vísa sér á auðveldri,
leið fyrir sjálfhverfing að snúa sér að samheldni
tilvistin er tötraleg, sjónarhorn smásmugulegt
skekkjumörkin veruleg þó virðist nokkuð venjuleg
lífsgildi fornfáleg, margfeldi margbreytilegt
lykkjuföllin leiðinleg og vafningsgæði veikluleg
óraunveruleg veruleikagrip…
ósannsöguleg dýrðaraugnablik…
hel-ónauðsynlegt andartakshik…
Eru vegir jarðarför?