Misvitrar upphrópanir,
rangsagðar tilvitnanir
villufylltar ritgerðir,
og illa samdir málshættir
geysast fram sameiginlegan samræðugrundvöll máls
allt frá frumöskri þar til endar í horni táknmáls
líkamstjáning, huglæg þjáning,
liggur kyrr í skotgröfum
barkakýli myndar orð er fæðast fram með andköfum
meginmálið meitlað myndlíkingum,tjáð í bókstöfum
móðurmálið máist burt, öskrandi hástöfum
tungur tæpast ná að túlka hugsun sem í álögum
þó tunguliprir taugaendar endi oft í áflogum
misskilin tjáningartengsla finna sig í blindgötum
gerið ykkur virkilega grein fyrir MÁLSINS ALVÖRU?
Eru vegir jarðarför?