Litlar sætar hvítar töflur
stjórna þessu litla skapi
sjálfskipaðir stjórnendur
sem varna heilanum frá hrapi

Litlu töflur, litlu töflur
hjálparaðilar að handan
Litlu töflur, litlu töflur
eflandi heilafrumustarfsandann

ég neitaði hart að taka ykkur
þið voruð mér sem ógeð
en loksins tókst að koma ykkur
og flösku af LGG með

Hvítu töflur, hvítu töflur
hjálparaðilar að handan
Hvítu töflur, hvítu töflur
eflandi heilafrumustarfsandann

Ég hræddist ykkar aukaverkanir
eða var það meira?
mér þótti þið álíka girnileg
og afskorið eyra

Litlu sætu hvítu töflur
ég grét kallaði ykkur varga
fyrirgefið, hvítu töflur
þunglyndið gerði mig ósjálfbjarga

Til einkað Zolofti, geðlyfinu mínu
Kveðja, vodni galdrakalrinn Njartak.