Ef ég hefði bara vitað
Hve missir væri sár
Ljósum geislaður engill
Fallinn frá.

Fréttir mér voru færðar
Um þá harmþrungnu stund
Ég brast þá niður, brast í grát,
Ekkarnir ómuðu um húsið.

Við þessar fréttir, kviknaði lítið tár.
Aldrei hefur slokknað síðan þá
Man ég þá brosið og hláturinn þinn
Gleði minni lyfti,
Nú fallinn frá ertu vinur,
Sannleikans korn er best,
Þeir deyja ungir sem guðirnir elska,
Man ég það fyrir rest.
Hefði ég getað kvatt þig,
Hefði ég séð þig sem mest.
Ég hefði þá kysst þig á kinnina
Hvert skipti sem við sáumst.
Ég get ekki spólað til baka,
Ég get ekki horft framávið
Ég er föst í sömu sporunum
Og hugsa bara um þig

Hefði ég bara vitað
hvað missir væri svo sár
Ljósum geislaður engill
Fallinn frá.

Minning mín um þig er greinileg
Sársaukinn nístir um mig,
Traustsins verður og hjartahlýr.
Hlýnar að innan um að hugsa um þig.
Sé ég fram á það að það sé best fyrir mig,
Leggjast niður á skeljarnar
Og biðja, fyrir þig.
Tala til þín í gegnum hann,
Almáttugan guð.
Minnast svo hlátursins þíns,
Með stóru bros á vör.

Hefði ég bara vitað
hvað missir væri svo sár
Ljósum geislaður engill
Fallinn frá.


-Kristjana