Og hvað svo?
Á maður svo bara að leggjast á bakið og bíða eftir því að maður drepist? Dragnast í vinnuna á hverjum morgni. Horfa á sjónvarpið þangað til manni fer að blæða úr augunum. Eignast þrjú börn, hund og heimabíó, tvo bíla og hús í Skerjafirði. Er það allt og sumt?
Er ekkert sem bíður okkar nema vinna, svefn og langþráð líkkista?
Hvað er hamingja?
Þegar við höfum öðlast allt öryggið sem við þráum. Þegar við erum búin að finna þann eina rétta. Þegar við erum búin að finna þessa helvítis hamingju. Þegar við erum búin að því verðum við leið á öllu saman. Það er þá sem við förum öll að hegða okkur eins og hálvitar og klúðrum öllu helvítis draslinu.
Og hvað svo?
Svo missum við allt út úr höndunum á okkur og sitjum eftir, óhamingjusöm, óörugg og ein.
Og hvað svo?
We're chained to the world and we all gotta pull!