Höldur hrími þakinn, hrakinn
eygir bitran bersan.
Í vegi hans sá stendur.

Vigur sinn hann mundar, blundar
vígamannsins eðli
brjósti hans í.

Bersinn rís á fætur, lætur
í ógnarhramma sjást.
Hvergi er sá banginn.

Fýkur yfir hæðir, næðir
napur vindur yfir.
Uppi er á fjöllum kalt.

Höldur spjóti otar, potar
því í bersann æstur
- þá björninn hlýtur sár.

Loftir klærnar kljúfa, rjúfa
þær ásýnd mannsins skarð.
Blæðir mjög úr beni.

Höldur gerist æfur, kræfur
vigrinum hann kastar.
bersa í hjartastað.

Bersi gerist stýfur, klýfur
loftið með falli sínu.
Skellur hann til jarðar.

Ríkir núna friður, niður
árinnar í fjarska
er hið eina hljóð er heyrist.