Hér er lítið ljóð
um sorgina, ástina, og söknuðinn,
þrátt fyrir að það kannski er ekki alveg
í ljóðastíl þá er þetta samt ljóðið mitt.


Ég elska þig, ég særi þig
ég sakna þín, en ég sakna ekki
sársaukanns sem fylgdi okkur,
í gegnum tíðina,
okkar samband,
þroskaði mig,
ég veit, að ég veit ekki
ég skil, að ég skil ekki
ég veit hvað ég vil
og stefni á það,
svo langt sem augað eygir,
en samt er allt,
sem allt er, hjá mér!
ég og þú erum ófullkomin
við getum ekki verið saman
þrátt fyrir viljann
þá löngun eða söknuðinn
vonandi finnum
við frið í sitt hvoru lagi,
að minnsta kosti
erum við ekki að særa
hvort annað.
þú ert hluti af mér
ég mun sakna þín
allur okkar tími
mun búa með mér alla tíð

þú helmingur hjarta míns.

Núna og alltaf