yfir mér vaka engir englar,
heldur bara hrægammar.
Þeir bíða þess að ég deyi,
til að geta kroppað,
minn rotna líkama í.

Ég geri þeim ei þann greiða,
að gefast upp, og deyja,
berst heldur af öllu afli,
berst fyrir mínu lífi.

En nú finn ég kraftinn hverfa frá mér,
fljúga burt til andskotans,
skilja mig einan eftir,
hér hjá þessum hrægömmum,

Finn augun smám saman lokast,
myrkrið það er skollið á,
finn gogga hrægammanna,
stingast hold mitt í.