illa blóð
um æðar þér rennur
markar slóð
er mórauð brennur
þyrlast glóð
þú illa blóð
af reyknum verð ég móð

illa sál
sem alla svíkur
kveikir bál
og kuta strýkur
þitt eina tál
er tungumál
illa sál
enn úr þér rýku