Vatnið þrýstir nefið á,
inní lungun flæðir.
Aldrei ég mun þig aftur sjá.
Nú allt líf mitt blæðir.

Dýpið gleypir þrána löngu.
Kalið holdið bíður bana.
Bíður svefn í beði þröngu.
Til betri heima nú ég ana.

Bjartar brautir byrtast nú.
Ofbirtu í augun fæ..
valið vefst um sjón og trú.
Öllu kastað er á glæ.

Svartir gangar um dimma skóga.
Ekkert annað val ég hef.
lífið, dauðinn, á báða bóga
vafðist fyrir mér.

Svartir englar nálgast óðum.
óttinn hjartað grýpur.
Engin huggun hjá mæðrum góðum.
DAuðinn blóð mitt sýpur.

Aðeins byrtu hefði valið
væri ég nú með þér.
Tökum náði myrkrið falið.
Hver heilvita maður það sér.