hún stendur ein
upp við vegginn

alein
utan við hópinn

afskiptaleysið
öllu skárra
en olnbogaskotin
oddhvöss og grimm
og augngoturnar
sem segja svo margt

því stendur hún
einmana

alein
við vegginn
utan við hópinn

——-

(það væri gaman að fá mat yngri skálda á þessu ljóði mínu
sem lenti í öðru sæti í ljóðasamkeppni MENOR og Heima er bezt 2004)