amma dó
og drengurinn litli
minnist dimma dagsins
í kirkjunni hvítu

hann minnist klerkisins
í kuflinum svarta
og kaldrar grafar
í kirkjugarði

og segir:

manstu þegar hann
var að kirkja hana ömmu niður?


(orð lítils frænda urðu kveikjan að þessu ljóði :-)