Ég hef hægt för mína
og læt loks sáttur staðar numið
á miðjum veginu
án þess þó að hafa séð
hvað sé handan hans

en hugur minn krafs niður í götuna
líkt og órólegt trippi sem langar á stað

í fyrstu held ég í taumanna
því mér líkar útsýnið
og liggur ekkert á

hann krossar því fæturna,
rýfur höfuð fram
og hneggir út í óvissuna

ég leyfi honum að feta á stað
og fyrir en varir er ég kominn á skeið

á ógnarhraða um grösugar lendur lífsins
hef ég nú engan hug á stöðva

en svo með blóðuga leggi og brostin lungu
falla hugsanir mínar
án minninga um sitt magnaða hlaup