Ég gerði mér ferð suður til Reykjavíkur eftir vinnu í gær til að heyra á ljóðlestur á kaffihúsinu að laugavegi 11. Ég var mættur þar frekar snemma en fór líka fyrir en ætlast var til(klukkan rúmlega 11) enda 1 ½ til 2 tíma akstur heim og vinna klukkan sjö í morgun. Af þeim sökum missti ég af nokkrum skáldum meðal þeirra voru Halldór Marteinsson (eldoro) sem mig langaði mikið að heyra lesa ljóð sín og Bjarni Bernharður.
Nokkuð djörf smásaga skrifuð og lesin af Hafnfirðing að nafni Símon var að mínu mati eftirminnilegast atrið kvöldsins þó öll atriðin hafi verið góð (að minnsta kosti þau sem ég sá). Ég er ekki alveg viss um hver það var sem byrjaði lesturinn en var hann skáld hið ágætasta. Urður Snædal og Arnar Sigurðsson stóðu sig mjög vel og lásu upp afar falleg ljóð. Hneta Rós, Hildur Viggósdóttir og Valur nokkur(veit ekki um eftirnafn hans) lásu ekki lít skemmtileg ljóð með hörku flutning. Sumir fluttu ljóð sín undir gítarspilli og útkoman var mjög góð. Er þetta í fyrsta sinn sem ég er viðstaddur slíkt ljóðlestrakvöld og var þetta afbragðs afþreying og aldrei að vita nema ég skelli mér aftur til Reykjavíkur ef malbiks-hópurinn haldi aðra slíka samkomu.
Ég hvet alla eindregið til þess að fara á þessar ljóðlestrasamkomur og kynna sér sem flest ljóð áður upptalinna skálda.

Þá vil ég þakka malbiks-hópnum fyrir skemmtunina, glæsilegt framtak hjá ykkur!

En voru eitthverir aðrir á staðnum, hvað fannst ykkur um kvöldið? eitthvða sem gleymist?