sat
í fjörunni á steini
full sjálfsvorkunar

…og beið
innantóm og leið

og ætlaðist í alvöru til
að vindurinn fjaran og fuglagargið

fylltu tómið
fegurð visku og fögnuði

án fyrirhafnar

sat í fjörunni
og brosti að barnaskapnum

brosti
… þar sem ég sat

þrátt fyrir allt

meðan fuglinn gargaði
og vindurinn lék um vangann



<i>(ort 25. maí 2004 þegar ég var hundleið á sjálfri mér)</i