“Ansvítans óheppni að skipið skuli vera að sökkva…og ég sem að er ekki einu sinni búinn með uppvaskið”
-Varð gamla kokkinum, sem kominn var á eftirlaunaaldur og sigldi nú í sinni seinustu ferð, að orði er skipið hans, Sunnufellið, standaði austur fyrir landi.

Og þetta urðu því miður hans síðustu orð, því rétt á því augnabliki sem hann var um það bil að klára setninguna, féll hilla, sem notuð hefði verið undir uppþvottalög, á höfuð hans með þeim afleiðingum að hann rotaðist og sökk undir vatnsyfirborðið.

Seinna meir, er menn fóru að leita skipverja, fannst hvorki tángur né tetur af kokkinum gamla.

En óhreint leirtauið…
það fundu menn.