Ó sjá!
Hinar unaðsfögru gosdósir dansa um
í hressandi blæ aprílmánaðar…
Hver þarf fugla
og hver þarf blóm
þegar litríkt ruslið þekur þau bæði…?

Ó sjá!
Hin tignarlegu mannvirki, grá og kössótt
gnæfa sem guðdómleg virki yfir jörðu…
Hver þarf fjöllin
og hver þarf árnar
þegar við getum stolt horft á okkar verk…?

Ó sjá!
Mengunarskýin sem hylja gagnslausa sólarupprásina!
Byggingakrana sem skyggja á forljót fjöllin í fjarska!
Virkjanalón sem fylla upp í einskis nýtt skóglendið
og malbikið sem hylur ógeðslega hraunið og grasið…!

Ó sjá!
Fegurðina sem við skópum
á óspilltri
og einskis nýtri
jörðinni…



-pardus-

***Það þarf vart að taka það fram að þetta ljóð sem og titillinn er argasta kaldhæðni. Ég er skráður í Greenpeace og þoli ekki helvítis náttúrunauðgunina sem eykst með hverjum degi!***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.