dimmar nætur, kaldir skuggar
dvöldu árum saman í sálarkytru
suður í reykjavík

vonarglætur, gamlir draumar,
létu lítið fyrir sér fara
í gleymdum skúmaskotum

en svo komst þú

færðir mér stjörnublik í sængina mína
gafst mér bros með morgunmatnum
sem dugir daglangt