gegnum hjartað orðin stingast sem sverð
sýking ferðast frá lifur til handa
hugsa aldrei um reynslunnar rándýra verð
ráfa því enn milli kaldra landa…

löndin köldu tákn um fornu tárin
titrandi sem blautur hundur tárast
hugsa hryggur um ónýttu árin
og hryggbrotinn einmana ég fárast…

en hvernig sem lífið leikur mig enn
lifandi ennþá ég svara köstum
grýti til baka og ég sigra senn
þó samviskan sé nú bundin löstum…



veit ekki lengur um hvað ég tala
í forvitni spyr ég örlög aftur
er mér geðheilsan meira að dala?
eða bara orðinn fylliraftur?



veit ekki lengur um hvað ljóðið snýst
lekandi von inn um hjartað mitt brýst
því ég man ekki ástæðu lengur…
hef ort um hitt og ort um allt þetta
höfugur tekst mér brynju að þétta
er loksins orðinn samlyndur drengur…



ef ég man ekki lengur ástæðu
til hvers að halda enn eina ræðu?
sorgin er farin - sorgin er búin
sorgin gafst upp og sorgin er flúin…

meira ég meika nú engan sens lengur
með bros á vör heilbrigður drengur!

sorgarljóð búin
sorgin er flúin…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.