Ég tek því öllu með brosi
Jafnvel þótt varirnar titri
Og kökkurinn standi fastur
- í hálsi -
Hver vill fá syndir sínar að vita
Með hárri gjallandi röddu
Úðandi eitursins lömun
- svo allir heyri -
Ég undrast og hugsa með mér
Hverjum ég eigi að trúa
Minni innri rödd, semsagt mér
- Eða þér -
Ég kem heim eftir annríkan dag
Engin sér gegnsæ tárin
Á meðan ég vaska upp
- Nema ég –
En þverskan að strögglast áfram
Er innbyggð í mér og rótföst
Svo ég þerra mitt andlit
- Og brosi á ný -