mannkynið
svo uppfullt af græðgi
að í hjörtum þess
er ekki pláss
fyrir jesúbarnið

enda eru jólin
aðeins
fyrir þennan löngu dauða krakkagemling
sem lét krossfesta sig
og drakk svo edik

þvílíkur asni



milljónkrónamennirnir
fitna
og landeigendum í táradal
fjölgar ört

og milljónkrónamennirnir
drepa bændurna í táradal
og bændurnir í táradal
drepa tímann

sekúndu
fyrir sekúndu

því litlu fiskarnir
éta smáu fiskana

og þeir allra stærstu
fitna
&
fitna

stöðugt
og að eilfíu
(amen)



,,sameinaðir stöndum vér
sundraðir föllum vér”

var jón sigurðsson eitthvað skrýtinn?



allavega



ég stend ekki neitt
og ég fell ekki heldur

ég fylgist með úr fjarlægð
tek ekki þátt
í raunveruleiknum
sem leikinn er
af örfáum aðilum
sem fæddust með fjóra ása á hendi
og til vara
eru þeir með nokkra
í ermunum

ég
tek ekki þátt
í jólum sem eru haldin
fyrir mann sem lofaði að frelsa heiminn
en frelsaði hann svo ekki baun

eða
er það kannski frelsi
að fylgja straumnum?

að vita af jesú
í seilingarfjarlægð
en kjósa að trúa því ekki
að hann sé til?

nei

það er frelsi að vakna
með garnagaul
og galtóman ísskáp

því sumir
eiga ekki einusinni
ísskáp

efnislegar eigur
skipta jú öllu máli

hverjum er ekki sama
um einhverja
fjársóði á himnum?

það er svo erfitt
að borga rafmagnið
með skýjagulli



jesús-hvað?