Sóttheitir vængir mínir titra
er þú strýkur þá
hugsandi höndum þínum.
Og þú slítur burt eina fjöður,
svo aðra,
og ég sé framtíð mína,
sveipaða myrkri þess
sem eitt sinn gat flogið,
en aldrei meir.
Í örvæntingu
ýti ég þér burt
og fleygi mér
út í lokkandi tómið
þar sem vindurinn
hvín um eyru mín
og klettarnir
taka mér opnum
hvössum örmum.
Gat ég þá aldrei flogið,
nema í draumi?