***Þetta er ekki persónulegt - eingöngu samið sem almennt þunglyndisljóð og ekki til að lýsa tilfinningum höfundar ;) (Vil ekki fá nokkra tugi áhyggjusímtala frá vinum mínum og vandamönnum :þ)***


-Veikburða vonir við uppgjöf-

aftur renna tárin sem oft áður
er ég nú samt ennþá meira þjáður
sit við tölvu titrandi af sorgum
tómið glottir kalt við mínum orgum…

stuttu eftir skjálftann brotnar hugur
stingandi í heilann hlæja flugur
hvísla orðum sjúkum inn í sinnið
sýrutárin skera gat í skinnið…

finn ég koma kuldann sem og forðum
klikkun hleypur inn í mínum orðum
endurtekning inn í heila hljómar
horfin von í þessum orðum ómar:

vildi geta eytt út köldum glósum
vildi geta heyrt í fleiri hrósum
vildi geta týnt úr huga sárum
brosað út úr augum gleðitárum…

vildi geta eyðst úr lífi mínu
vildi geta tekið þátt í þínu
vildi geta horft í aðrar áttir
djöflar mínir verða aldrei sáttir…

vildi geta horfið burt úr sinni
vil ei vera fastur hérna inni
vil nú finna hjartaslögin þegja
og þagmæltur í róspekt minni



deyja.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.