Tunglið
slær blákaldri birtu
á hrafnsvarta vængi þína.
Í augum þínum
blika eitraðar stjörnur
og klofin tunga þín
hvíslar mér
tærandi syndabáli.

Í gælum þínum
finn ég
dimmbláa eilífðina,
kraftinn í gegnkaldri sál þinni,
og ég skil í einni svipan
hví þér var kastað
úr Paradís.
En vinur minn,
freistari minn,
fyrir þessi augu,
þetta grimmblíða bros
hefði ég fylgt þér
í útlegð.