Allir þessir stafir,
öll þessi orð.
Þau mynda setningar…
Allt um ástamál, sorgir eða morð.

Tannbursta mig, greiði hárið og fer í rúmið.
Breiði yfir mig sæng og kveiki á lampa.
…Get ekki sofnað… Hvað get ég gert?
Þá sá ég á stóru bókinni glampa,
ég varð að taka hana upp.

Eitt orð og eitt orð,
ein og ein setning.
Síðurnar styttast,
kaflarnir klárast.
Kem að lokasíðunni, svaka spennt.
Allt í einu mundi ég…
Ég hef lesið þessa áður,
þessa bók um mig.