Það var hringt í mig í gærkvöldi og mér tjáð að ljóð mitt hafi verið valið í ljóðabók ljod.is. Ég varð auðvitað forvitinn og spurði ýmissa spurninga í sambandi við hana. Í meginatriðum verður bókin svona:

*100 bestu ljóðin sem hafa komið sem ljóð dagsins á síðunni verða í bókinni.
*Öllum höfundum verður gefin 2 eintök af bókinni og eiga þess kost að kaupa fleiri eintök á kostnaðarverði.
*Bókin mun að öllum líkindum koma út þann 15. nóvember - á 2 ára afmæli ljóð.is.

Nú er bara spurningin hvort einhverjir fleiri hafa fengið ljóð sitt í bókina? Ég veit um einhverja sem ég þekki en það væri gaman að fá að vita um sem flesta? Taka þá fram hvaða ljóð þeir hafa í bókinni líka?

Með von um að sem flestir muni svara (og hafi ljóð sitt í bókinni ;))

Danni

P.S. Mitt ljóð heitir “Fögur er hlíðin”
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.