Ég stökk út í á með svörtum englum

í fljóti fullu af raunsæjum draumum eltir þú mig
Það lætur mig enginn vera, aldrei
enginn nema elsta tréð á listaverki barnsins
Tréð hefur verið fast á sama stað, í garðfangelsi
í 260 ár
Tréð hefur verið það eina trausta í lífi mínu;
lífi sem hefur séð sjónvarp breytast úr skemmtun
yfir í öskrandi mann í jakkafötum
lífi sem hefur fundið hunang breytast í blóðbragð
og látið býflugur heimskunnar stynga tilfinningarnar
til algjörs óttaleysis
Þar sem áður var virðingarleysi er nú tilfinningaleysi

Í þessum heimi sem ég hef neyðst til að viðurkenna
eru öll lög eins, þannig vilja “þeir” það
og “þeir” slökkva á öllum kertum

En í ánni hef ég loksins fundið nýtt ljós
þau liggja þarna í ringulreið
Ljósin eru þau sem voru eins og ég
og ég mun verða eins og þau
með sára fortíð og enga framtíð

En tréð verður kyrrt í önnur 260 ár;
það hefði framið sjálfsmorðstilraunir
ef það bara vissi hvernig
á meðan eru “þeir” endalaust að reyna vinna leið til
að lifa að eilífu
______________