*Tileinkað bróðursyni mínum nýskírðum.

Vaktu yfir mér þinni verndandi hendi,
veittu mér náð þína, gefðu mér styrk.
Ég trúi að þú Drottinn mig treystir og verndir,
og týnir mér ekki þó nóttin sé myrk.

Er ég legg aftur augun og líð inn í drauma,
ljósin þau slokkna og allt verður hljótt.
Þá Guð minn þú heldur um giftunnar tauma,
og gefur mér friðsæla og rólega nótt.