Haustið kom og kallaði hana burt
hana - sem fóstrar þín tuttugu ára tár,
hjarta móður og margsungin gleðibros.

Um annað gólf hún gengur nú
galsafengin sjálfsagt - eins og áður,
en fjalirnar þínar - fella saknaðartár.

Rammi lífs þíns hangir nú á öðrum vegg.
Myndin af þér, rifin og dálítið tætt,
veit ekki lengur hvar hún á heima.