Legsteinar álútir í löngum óreglulegum röðum,
letraðir minningum margra alda.

Máðir sumir, aðrir nýlega meitlaðir,
marka bústaði liðinna manna.

Hér hvíla konur og karlar og börn,
heilu fjölskyldurnar,
svo nánar saman, friðsælar
undir hvolfþaki
blómstrandi kirsuberjatrjánna.

Svartþröstur situr á grein
syngur mjúkri röddu,
sönginn mildan og blíðan.
Mansöng, ekki sálm.