þú varst á þessum sama stað - eina löngu liðna stund -

sé þig enn – brosið, augun blíð -
mynd þína, ofin þráðum minninga
tengdar þessum steinum

finn þig enn – ylinn, vangann ljúfa -
feimnislega vefjast fingur,
á þessu sama borði

heyri þig enn – röddina, orðin þýð -
sögð, í sálu mína letruð,
undir þessum sama himni