Fortíðin kom í heimsókn, frek að vanda,
framtíðinni vísaði á dyr, umsvifalaust
og nútíðin, í felulitum, upp til fóta og handa,
tók að beygja sig og bugta, möglunarlaust,
eins og sönnum gestgjafa sæmir.