Ég vildi að hefði ég vængi,
svo verið gæti þér hjá.
Þerrað tárin og sorgirnar sefað
sem sækja þig harðast á.

Ég vildi þér gleðina gefa,
en gat ekki, því er ver.
Og það er mín einasta vesalings vörn
að vera ekki betri en ég er.