Regnið bylur á rúðunni
með stanslausum err hljóðum.
Droparnir leika við ljósið
úr fjarskanum
Fanga það.

Hugfanginn
horfi á doppótt og rákótt útsýnið
renna letilega niður glerið.