Undir luktum augum:

Lævísar læðast
myrkar hugsanir
dulbúnar sem speki.

Hringsóla um lendur hugans.
Í heljargreipum skynseminni
halda fast.

Dómgreind og rökvísi
undan hrekjast.
Drunginn einn ræður.

Hugarró og eirðin
horfin í myrkrið.

Í dagrenningu
draugarnir loksins líða burt
aðeins dauf endurminningin eftir.