Ég loka hurðinni á eftir mér,
byrja að rölta í átt að því sem ég er að fara.
Ég er að fara til vinar míns
hráki spýtist úr munninum.

Á leiðinni horfi ég húsið á móti,
Ég er að hugsa,

bráðum verð ég kominn þangað.
Bráðum verð ég kominn til vinar míns,
Bráðum þarf ég að vakna í vinunna, næsta dag
Bráðum fer sumarið að pakka saman og fara
Bráðum eignast ég konu og börn
Bráðum sit ég í sófanum á elliheimilinu
Bráðum leggst ég til hinstu hvílu.

En svo ranka ég við mér,
Og hætti að hugsa þessa vitleysu,
Og fer að hugsa um hvert spor sem ég tek
Hvern andardrátt sem ég fæ að fylla lungun af
Rosalega er maður heppinn.