Á meðan dýrin í skóginum voru vinir,
og dönsuðu í halarófu
eftir hljómfalli klingjandi daggardropa
og söng maríuhænunnar,
skreið ég í moldinni
og þefaði uppi þistilhjörtu.

Þau komu að vatnsbóli vonarinnar,
sátu námskeið í mannlegum samskiptum
og átu kanelsnúða og kaffi,
á meðan ég baðaði mig
í tjörn taumlausrar ástríðu
og týndi mér í töfrum tunglskinsgeisla.

Og þar sem ég lá
í laufunum.
Fylltist ég þeirri vissu,
að leiðin um skóginn
væri auðrötuð þeim
sem kunna að leita hjartaróta.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.