Hann situr á biðstofunni,
bíður eftir því að fá uppkall.
Hann er kvíðinn.
Hann á að vera kvíðinn,
því brátt verður pungur hans skorinn,
og eistu hans fjarlægð.
Hann vorkennir sjálfum sér,
fyrir að vera með krabbamein í eistum.
Hjúkrunarfræðingur opnar dyr og kallar,
kallar upp nafn mannsins.
Hann stendur upp og gengur af stað,
og hverfur inn í mistur sem umlykur ganga sjúkrastofunnar.